Ég skoðaði um daginn vídeóið nýja á <A HREF=http://www6.tomshardware.com/howto/02q3/020701/index.html TARGET=New>Tom's Hardware Guide</A> og leist náttúrulega vel á (eins og væntanlega flestum) en þá kemur náttúrlega stóra spurningin: Er einhver hér á klakanum sem selur svona (eða svipað) kælikerfi og/eða tekur að sér ísetningar á þessu?

Svo annað… ég var líka að spá í rounded IDE-köplum og var að sjá að <A HREF=http://www.task.is TARGET=New>task.is</A> selur þá á 2000 kall stk. sem þeir fá nú kredit fyrir að selja á þúsund kalli ódýrara en á öðrum stöðum sem ég hef hringt á, en er þetta virkilega raunin að maður geti ekki fengið þessa kapla á undir 2000 kall? Var að skoða þessa vöru á danskri síðu þar sem þetta hljómar upp á 65-75(dkr)*12(ikr) = 780-900 íslenskar krónur sem mér þykir nú lélegur samanburður klakanum í óhag.

Með von um góð svör,<br><br>–
<FONT COLOR=Red><A HREF=http://www.clanlove.com>[.Love.]</A><A HREF=mailto:aeon@clanlove.com>Aeon</A></FONT>

<i>-“Ósnotur maður er kemur með aldir, það er best að hann þegi. Engi veit það að hann kann ekki nema hann mæli til margt. Veita maður hinn er vætki veit þótt hann mæli til margt.”</i> - úr <b>Hávamálum</b> (27. vísa)
“Technology is a constant battle between manufacturers producing bigger and more idiot-proof systems and nature producing bigger and better idiots.”