Ég keypti mér zyxel prestige 304 router um daginn og ég er í vandræðum vægast sagt.

Ég er með 512k adsl tengingu sem ég ætla að routa milli 3ja tölva. Ég er ekki með fasta ip tölu.

Ég er búinn að setja ip töluna mína á 192.168.1.33 (router ip talan er 192.168.1.1) svo ég geti talað við routerinn. Nú hef ég stillt á pptp eitthvað þar fyrir neðan set ég inn username og password á ispinum. Þar fyrir neðan kemur “pptp configuation” þar er ég ekki viss hvaða ip og mask á að fara. Næst er það WAN uppsetningin, en og aftur er ég ekki viss þar get ég sett inn líka primary og secondary dns. Svo kom eitthvað smá meira sem ég man ekki alveg.

Allavega nú þegar ég pinga töluna sem ég setti í WAN minnir mig þá fæ ég reply, mér er tjáð að þá sé ég að fá reply frá routernum og allt í stakasta lagi þar. Síðan pinga ég módemið þ.e 10.0.0.138 og fæ ekkert svar. Þarna liggur vandinn og vantar mig nú aðstoð einhvers vitrings.

Ef þú vitringur góður gætir útskýrt fyrir mér allar uppsetningar sem ég þarf að stilla og hvaða ip tölur eiga að fara hvert þá yrði ég mjög svo ánægður.<br><br>–
Heimurinn ownar ykkur