Jæja þar sem allt sem ég veit ekki um hardware í tölvum gæti fyllt heila alfræðiorðabók þá langar mig aðeins að spyrja ykkur nokkurra spurninga varðandi harða diskinn.

1. Hvað þarf harði diskurinn að geta snúist hratt?

2. Ástæðan fyrir spurningu eitt er sú að tölvan mín er eikkað hálfhæg (t.d. þegar ég save-a í tölvuleikjum) og hefur mér sagt að það sé harði diskurinn, án þess að ég sé viss um það. Hvernig er hægt að vita hversu hratt hann snýst?

3. Hvernig hörðum diskum mælið þið snillarnir með og hvar er best og ódýrast að kaupa þá? (ég er nebblega að spá í að fá mér nýjan disk ef að hinn er eitthvað hægur og nota þá báða samtímis, þennan hægari undir ýmsar skrár sem krefjast ekki mikils snúnings og hinn nýja fyrir leiki og forrit sem að þurfa hraðann snúning, er það sniðugt?)

4. Getur e-r svarað mér?

Einn forvitinn… <br><br>——————–

<b>“Ég gangrýni aldrei dómarann og ég ætla mér ekki að breyta þeim vana með því að setja út á þennan fávita.” - Ron Atkinson </font></b>


<i>I´ll be back…</i
Anyway the wind blows…