Ég var að setja upp Local net þar sem önnur þeirra (með XP) er router fyrir hina (win98SE). Er með ADSL tengingu. Þetta virkar allt svona líka vel, XP vélin hringir inn á netið, ef hún er ekki tengd, þegar win98SE vélin biður um það. EN…

XPinn hringir ekki inn, ef enginn er loggaður inn. Þá þarf að labba upp á næstu hæð (hrikalega erfitt) og logga sig inn þar, jafnvel þarf að kveikja vélinni fyrst (púff).

Er hægt að láta XPinn:

A.Kveikja á sér þegar tölvan niðri biður um það?
B.Starta ADSL tengingunni þótt enginn sé loggaður inn?
C.Automatic login?

A og B saman væri náttúrulega draumur letingjans, en bara C væri ásættanlegt.

thanx,
tas