Sælir félagar…..

Maður er orðin örlítið sjóaður í tölvuviðgerðum, - ekki síst með góðri hjálp ykkar á listanum…
En eitt sem ég hef ekkert spáð í er viðgerðir á tölvuskjám, -

Hér er vandamálið::
Gaur selur mér nokkra tölvuskjái, ég fer heim og prófa þá og þá kemur í ljós að einn er með “purple haze” syndrome (fjólubláan ljóma) í hægra horni og annar er með næstum enga lýsingu - þ.e. rétt grillir í skjámyndina.

Og nú er málið::
1.) Eru þetta vandamál sem hægt er að laga, & þá hvernig ?
2.) Er þetta vonlaust & á ég að finna gaurinn (get rakið mig til hans gegnum bankareikningsnr.) og berja hann í spað ?
3.) Á ég gerast Falun Gong Friðarsinni og láta taka mig í rassgat í svona viðskiptum ?

Kammeratar…. - öll ráð vel þegin.!
Kveðja, codeX