sælir, ég var að fá lánaðan nýlegan disk hjá vini mínum, 30GB 5400 snúninga, og ákvað að skella honum í tölvuna í staðinn fyrir 40GB diskinn(var með annan 4GB sem ég villdi hreinsa fyrst), en þegar ég boota upp tölvunni kemur errorinn “secondary IDE cable not….”. Vinur minn segir að þetta sé svosem í lagi og ég fer inní windows og move-a allt yfir, EN þegar ég reyni að keyra eitthvað af 30GB disknum frís tölvan bara, ég get semsagt hreyft gögnin til og frá en ekki opnað þau. Svo þegar ég set 40GB harða diskinn aftur í (þess má geta að ég er með 10GB disk sem primary disk/boot up disk), og 4GB, og stilli eins og áður, þá stoppar tölvan mín í góðan tíma á “detecting IDE drives” og finnur svo bara 4GB diskinn (þessi diskur hefur reyndar crashað en ég fékk hann svo í lag, þó hann væri ekki eins hraður og áður).
Vitiði hvað ég get gert til þess að laga annanhvorn diskinn?
Þessi error með secondary IDE kapalinn kemur bara ef 30GB diskurinn er í.
Með fyrirfram þökk,
Finnu