Ég er með Sparkle GF4MX 440 kort sem ég er að reyna að setja upp í Win98. Eftir að ég installa nýjasta driverinn frá NVidia (og hvaða driver sem er, hvort sem er frá NVidia eða Sparkle) stoppar tölvan eftir Win98 splash skjáinn og fjólublár bendill blikkar efst í vinstra horninu. Þetta kort virkar vel í tveimur öðrum tölvum, annari með Win2000 og hin með WinXP.

Veit einhver hvað gæti verið að?

Aðrar upplýsingar: AMD 1.2 GHz AOpen AK73 móðurborð Soundblaster Live Value! Ég er með nýjustu GeForce driverana, nýjustu VIA 4in1 driverana og allt annað í fínu lagi.