Í gær reyndi ég að kveikja á tölvunni minni. Það gekk erfiðlega og kom svartur skjár með einu litlu gráu _ striki uppi í vinstra horninu. Ég slökkti handvirkt á henni og þegar ég ætlaði að kveikja á henni gerðist ekkert. Batteríð hefur verið ónýtt í henni í þónokkurn tíma og hef ég alltaf keyrt hana á hleðslutæki, ef ég tek hana úr sambandi þá deyr hún fljótlega. Nú spyr ég: Veit einhver hér hvað gæti hugsanlega verið að tölvunni og hvað gæti viðgerð á þessum skemmdum hugsanlega kostað?