Sæl öll.

Ég á í smá vandræðum með laptopinn hjá mér. Þannig er að ég er reyna að nota hann sem DVD drif. Eins og lög gera ráð fyrir virkar náttúrulega aldrei neitt í byrjun ;)

1) Ég fæ alltaf svarthvíta mynd á sjónvarpið. Ég tek SVHS plöggið og nota converter yfir í SCART tengi. Mér skylst að þetta sé algengt vandamál og það sé ekkert hægt að gera í þessu ;) Kann einhver eitthver ráð?

2) Ég er bæði með PowerDVD og WinDVD. Ef ég er með þessi forrit í glugga á sjónvarpinu sé ég myndirnar en ef ég vel full screen þá fæ ég annaðhvort full screen á tölvuskjánum eða villu í forritinu. Veit einhver hvernig ég sný mér í þessu.

Með fyrirfram þökk :)