Halló, ég er í svolitlum vandræðum. Ég er að tengja saman með crossover snúru laptop með Windows XP og PC með Windows 2000.
Vandamálið er að þegar ég tengi tölvurnar saman þá byrjar eitthvað furðulegt.Í annari hvorri tölvunni (fer eftir því hvor endi crossover snúrunnar er í hvaða tölvu) þá dettur tenginin inn og út á svona sekúndu fresti og það koma svona skilaboð í neðra-hægra horn skjásins: „Local area connection is now connected Speed: 100.0 Mbs“ og „Local Area Connection. A network cable is unplugged.“ Og þessi skilaboð skiptast á svona sekúndu fresti og aðeins í annari tölvunni, í hinni gerist ekki neitt, en ef ég svissa endunum á crossoverinum þá skiptist þetta dæmi með.

Hafiði einhverja hugmynd hvað þetta geti verið? Snúran á að vera í góðu lagi.

Takk