Mig vantar aðstoð með smá vandamál, sem ég vona að greiðviknir hugaðir einstaklingar kunni lausn á. Þannig er mál með vexti að ég var að setja upp Windows XP og það ákvað að skrifarinn minn væri venjulegt geisladrif. Ég hef ekki getað komist að því hver framleiddi þetta geisladrif, það eru eingar merkingar þess efnis utan né innan.
Spurningin er sem sagt hvernig get ég komist að framleiðanda drifsins og hvar finn ég driver??

Með fyrirfram þökk.
GGG
-Herra Stór!