Já halló, ég var að spá í þessum forritun sem geta náð meira útúr skjákortum, ég var með eitt og það var svona clock stika sem maður gat tjúnað klukkuna upp og þá átti það strax að virka án þess að ýta á apply eða eitthvað þannig. Ég kann ekkert rosalega á innviði skjákorta þó ég sé með heitin og týpurnar nokkuð á hreinu. Ég semsagt færði hana eitthvað aðeins og þá varð skjárinn bara svartur! Ég hafði semsagt fært hana of mikið :Þ ég vissi ekkert hvað átti að færa hana mikið og gat náttúrulega ekkert gert enda sá ég ekkert á skjáinn, en sem betur fer þá gat ég restartað windows XP og þufti bara að velja annað profile og þá var allt í lagi, en þegar ég valdi profileinn sem ég var með þá varð allt svart… tjúning forritið hlóð sig semsagt upp í hverju starti..

Getur einhver sagt mér hvað ég get stillt þetta rétt? Ég er með geforce2MX 64mb og amd1600+ og 512mbsdram og hvaða forrit er best að nota og hvernig ég get tjúnað kortið rétt upp án þess að það verði allt svart!

kv.Stefán