Ég er að spá í að fara að uppfæra vélina mína og gæta þegið smá aðstoð. Ég er með eitthvað BX móðurborð og 300Mhz örgjörva, Creative Banshee 16Mb skjákort, 6 GB disk og 128Mb í minni.

Ég hef hugsað mér að kaupa:
Skjákort
Móðurborð
Örgjörva
Minni
Harðan disk.

Spurningin er bara hvað á að kaupa. Ég var að spá í að fá mér GeForce 2 og Maxtor DiamondMax 20GB harðan disk. Hitt veit ég ekki um. Spurning með AMD/Intel og Intel: celeron/ekki celeron.

Hafið þið einhver ráð?