Ég er ógnarvandræðum með ADSL tengingu. Um er að ræða ADSL hjá ISP og föst IP tala. Ég er með router sem sér um að halda uppi tengingunni fyrir netið hjá mér. Routerinn er stilltur þannig að hann notar DHCP þ.e. hann verður sér úti um IP tölu hjá ISP-inum (get líka haft hana fasta en það er gott að debugga þetta svona).
Til að gera langa sögu stutta ef ég læt vél inni á netinu hjá mér pinga einhvern á internetinu þá “deyr” stundum sambandið. Þegar ég telneta mig inn á routerinn og vel “Drop WAN” þ.e. bið hann um að endurnýja IP töluna, þá kemur internetsambandið upp aftur og pingið fer aftur að skila svari. Nú er svo komið að þegar ég er á internetinu þá hef ég command glugga sem pingar út á netið. Þegar ég verð var við að pingið er hætt að skila svari þá droppa ég WAN-inu á routernum og fæ sambandið upp aftur. HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ GERAST??

HATRI

P.s. “Auk þess legg ég til að P4A verði lagður í eyði”