Ég hef verið að svipast um eftir “ódýrri” þráðlausri netlausn til að hafa heima. Til greina kemur að kaupa 1 access point (HUB) og tvö netkort (pcmcia). Þetta gerir manni kleift að vera með nettengdann laptop hvar sem er inni í húsinu (reyndar líka úti).

Hvað hafa menn verið að kaupa í dag? Ég sé að hægt er að koma sér upp ASUS græjum frá www.bodeind.is fyrir minna en 50.000 kall (1 netkort og 1 access point). Býður einhver betur?

Svo er líka pæling með það hvort það borgi sig að staldra við eftir Bluetooth græjum sem gera eitthvað sambærilegt? Það drífur víst 10m (sem er sennilega nóg í mínu tilviki). Bluetooth pcmcia kort gæti þá líka haft samband við önnur tæki en bara 802.11b access point. Hvað segja menn um það?

kv, Hatri

p.s. Dauði yfir P4all