Sælir, er ég frekar nýr í þessum bransa en ég fékk mér vél nýlega með Asus borði og þeim örgjöva sem hér er minnst á að ofan.

Í móðurborðinu hjá mér gat ég sett á performance mode í bios. Ákvað að smella því í gang og viti menn, ég er að keyra á 4.5ghz á örgjövanum með þau settings.

Ég var bara að velta fyrir mér hvort hita stigið á örgjövanum sé í lagi miðað við þessar tölur.

þegar hann er á 100% load hefur hann farið í max 62° celcius hjá mér. Hann er yfirleitt alltaf í kringum 33 - 40 gráður þegar ég er að spila leiki eða annað. En þegar ég var td um daginn að gera video í movie maker þá var hann í full load allan tíman og rokkaði þá á milli 58 - 62°. Hef ekki séð hann fara ofar en það hingað til.

Mynduð þið í þessari stöðu setja viftu stillingar þannig að kassa og örgjöva viftur færu á 100% skrið í kringum ca 55° eða eru þessar tölur alveg í góðu lagi?