Fyrir um það bil 2 mánuðum datt fartölvan mín í gólfið með þeim afleiðingum að skjákortið eyðilagðist eða eitthvað því skjárinn sýndi bara eitthvað rugl og liti eða skjárinn hefur eitthvað brotnað inn í tölvunni undir(kann ekkert á þetta) utan á sýndi hún engin ummerki ef það skiptir einhverju máli. Við erum með heimilistryggingu sem gildir undir svona atvik og því sentum við hana beint þangað eftir að ég var búin að tengja hana við annan skjá og sækja eitthvað skóladót, þannig hún virkar fullkomlega inn í semsagt.(Er ég nokkuð viss um)

Þessi tölva er keypt haustið 2010 og aldrei frosnað og hefur verið fyrirmyndartölva ætla bara taka það fram :D

Núna höfðu tryggingarnar samband við mig og sögðu að ég myndi fá einhver 35 þúsund fyrir hana, en þeir halda tölvunni og fékk einhvern veginn þau skilaboð að það væri ekki möguleiki að halda henni og sleppa peningnum. Ég sem betur fer hafði vit á því að láta þá vita fyrirfram að biðja þá um að halda harðadisknum því hann sagði að tryggingarnar hefðu tekið hann með ef ég hefði ekki beðið um það, bara svona for future notice þið hin :)

Hún er ennþá í ábyrgð hjá Tölvuvirkni en er viss um að ábyrgðin fellur ekki undir svona incedent en ég er mest að pæla í því hvað myndi kosta að laga þetta. Hún kostaði 110 þúsund á sínum tíma og var ennþá í fullkomnu standi en ég veit að svona tölvuviðgerðir eru mjög dýrar en myndi þá frekar borga sig að eiga tölvu sem virkar uppá kannski max 40-50 þúsund(veit ekki) í viðgerðir eða taka peninginn og vera “tapa” 75 þúsund kalli.

Er ekkert að kvarta finnst þetta mjög sanngjarnt ef þetta er eins og tryggingarnar segja. Hún á semsagt að vera 90 þúsund króna virði núna og hún bullaði eitthvað um að tölvur sem eru orðnar svona gamlar eru á seinasta snúning eftir 1-2 ár, en ég meina hvernig er hægt að spá fyrir því?

Ég reyndi að hafa samband við tölvuvirkni til að áætla kostnaðinn á svona viðgerð en þeir svöruðu ekki þannig ætla fyrst aðeins að spurjast fyrir hérna, en er það rétt að þeir eigi að taka tölvuna af mér? Get ég ekki alveg eins átt hana sjálf? Eins og til dæmis vinkona mín lenti í alveg sama atviki í fyrra og tryggingarnar gáfu henni nýja tölvu og hún fékk að halda gömlu, en kannski er hefur þetta eitthvað breyst síðan þá.
Bara þeir sem hafa vit á þessu að svara :D