Ég á gamlan flakkara (Unicorn mv5000R, svona gæji: http://t3.gstatic.com/images?q=tbn:ANd9GcTexiV6JQNWU9bWpFv3214fRQNPUMUnG4A0Gve-OvtCRHSeeFItx_CUUXaH) sem hefur hingað til reynst mér ágætlega. Það hefur aldrei verið vandamál að spila .avi fæla. En um daginn keypti ég mér nýjan flakkara og ætlaði að láta mömmu og pabba fá þennan. Þess vegna downloadaði ég helling af nýjum myndum, flestum með texta eða íslensku tali. Þetta eru allt saman myndir í .avi, og engin er í sérstaklega góðum gæðum (ég veit t.d. að þessi flakkari styður ekki HD). Samt virkar ekkert af myndunum sem ég downloadaði um daginn, bara þær sem voru fyrir á flakkaranum. Alltaf ef ég ætla að spila eitthvað af nýju myndunum kemur “Video format not supported”. Sem er kjaftæði. Ég skil ekki af hverju þetta gerist. Einhverjar hugmyndir?
We're all mad here