Ég var að spá í að festa kaup á nýju móðurborði, bæði vegna stöðugleika vandamála með mína tölvu, sem ég er nánast viss um að rekja megi til móðurborðsins/chipset(via), og einnig vegna þess að allir eru að gera grín að mínu “úberúrelta” pc133 SDRAM

Með þessu móðurborði ætla ég að nota 1ghz T-Bird sem ég á, en vil hafa góða möguleika á að uppfæra.

Það sem mér leist vel á er:

Abit KR7A-RAID og AOpen AK77 Plus (Fæ það ódýrt)

Abit borðið er mjög dýrt eða 27.900(Hugver.is)

Endilega mæla með einhverjum borðum sem þið teljið físileg

P.S. Ég tek stöðugleika fram yfir yfirklukkunar möguleika

P.P.S. Ég hef mikið heyrt að via chipsettin séu ekki góð fyrir AMD, er eitthvað til í því ?