Er að skoða nýja fartölvu, langar helst í einhverja flotta sem virkar í skólanum. Hún má ekki vera með of lítinn harðan disk en þarf engan ofur harðan disk. Ég var að pæla í svona litlum fartölvum sem eru með svona 10 - 12" skjá, en hvernig er það, virkar Football Manager í þeim? Það er must að tölvan ráði við FM leikina ágætlega. Ég er enginn sérfræðingur á þessu sviði og því spyr ég ykkur tölvumenn hvort þið getið bent mér á slíka tölvu, ekki of dýra. Batteríið verður líka helst að virka nokkuð lengi.