Sælir Hugarar.

Nú er ég kominn á fullt í að modda kassann minn, og næsta skref er að setja LCD skjá framan á kassann með tökkum sem ég get stillt til að slökkva/kveikja á winamp, sjá allar upplýsingar um hita inní vélinni o.s.fr.
Ég er búinn að finna þennann fína skjá hjá Matrix Orbital:
http://www.matrixorbital.com/products/lk204-25pc.htm

Málið er að ef ég kaupi þetta þarf að sjálfsögðu að senda þetta til landsins, og þeir þarna bjóða uppá tvær þjónustuleiðir, annars vegar eina sem kostar $20 og hina hjá Fed Ex fyrir $60.
OK. Ég ætla að nota þessa ódýrari þó svo að það taki lengri tíma, það myndi þá kosta mig $105.

Spurningin er sú: Hvernig reiknast út tollur og önnur gjöld með svona? Hvað myndi ég þurfa að borga samtals fyrir svona skjá, hann getur nú ekki verið þungur!

Er kannski hægt að fá sambærilegan skjá á íslandi fyrir minna verð en ef ég panta þetta af síðunni?
Það sem hann þarf að hafa er að hann verður að vera með möguleika á að setja lyklaborð við, samanber einsog sést á þessari síðu:
http://www.blagged-hardware.net/content/articles/orbital-control.html

Vitiði kannski um aðra síðu sem bíður uppá svona ódýrari?

Takk fyrir!<br><br><FONT face=“verdana” SIZE=“-2” COLOR=“”>SVENNZ</FONT><FONT face=“verdana” SIZE=“2” COLOR=“”>::</FONT><FONT face=“verdana” SIZE=“-2” COLOR=“”><B> DESIGN</B></FONT