Góðan daginn.

Þannig er mál með vexti að USB tengin á tölvunni minni eru í einhverju rugli. Þegar ég tengi annaðhvort flakkara eða minnislykil poppar up gluggi í horninu sem segir að tölvan er að installa driverum fyrir þetta dót, allt í góðu með það, en svo þegar hún er búin kemur svona hljóð einsog kemur þegar maður tekur UBS tengið úr, og flakkarinn/minnislykillinn sést ekki í tölvunni (bara einsog hann sé ekki tengdur). Þetta skeður í hvert einasta skipti og ég er að verða brjálaður á þessu. Ég er búinn að prufa öll UBS portin, 4 flakkara og fullt af minnislyklum en það kemur alltaf það sama.. Það sem er skrítið við þetta er að músin og lyklaborðið mitt eru bæði USB tengd, en það er ekkert vandamál hjá þeim.

Kannski vert að taka það fram að tölvan (móðurborðið allavega) er að vera 6 ára gömul.

Hjálp!