Er að pæla að fá mér eh solid vél fyrir árin að koma sem getur runnað allan andskota af leikjum, Crysis, BioShock og þannig leikir.

Hef bara basic kunnáttu á svona þannig veit ekkert hvað er hagstæðast og hvað passar best saman en ég hef um 250k til að eyða.

Setti saman smá tölvu i flýti en þetta eru basic hugmyndirnar minar.

Örgjörvi: Core i7 860 Lynfield (Retail)
2.8GHz, 8MB L2 Skyndiminni, LGA1156, fjórkjarna, hyper-threading
Móðurborð: Ekkert móðurborð, hef ekki hugmynd um hvernig þau virka.
Vinnsluminni: GeIL 4GB Value PC2-6400 DC
2x2GB, DDR2-800, CL5-5-5-15
Harðurdiskur: Seagate Barracuda 7200.11 1.5TB SATA2
Seagate Barracuda 7200.11 1.5TB SATA2
Skjákort: Inno3D GeForce GTX 480 1536MB
384-bit GDDR5, PCI-E 2.0, Dual DVI og mini HDMI
Geisladrif:Sony NEC DVD-skrifari SATA Svartur
20x hraða, dual-layer
Hljóðkort:TEC C-Media CMI8738-6C
5.1 rása, game port
Kassi: EZ-cool H-60B H2 ATX Turnkassi
Svartur, 120mm LED kælivifta, 600W hljóðlátur ATX2.2 aflgjafi
Skjár: BenQ G2420HDB 24“ LCD
BenQ G2420HDB 24” LCD
1920x1080 2ms 1.000:1(40.000:1 DCR) háskerpu breiðtjaldsskjár VGA/DVI

Fékk þetta allt af www.kisildalur.is.

Veit ekki hvort ég þurfi eh auka kælingar fyrir þetta allt en vildi fyrst fá að vita hvað er hagstæðast og svona áður en ég fer til þeirra og þeir segja mér hvað se best (en ekki hagstæðasta)

Eftir að hafa hent þessu öllu i körfuna fékk ég slétt 261 en byst við að fá eh aflslátt frá þeim. Var að pæla að færa mig úr 5.1 hljókorti yfir i 7.1, veit ekki hvort það er þess virði. Var lika að lesa að i7 örgjörvinn væri ekki þess virði en eins og ég sagði hef eg ekki hugmynd um hvað ég er að fara út i svo hjálp væri vel þegin.