Góðan daginn, ég keypti mér MX 518 mús frá logitech þegar hún kom fyrst út og hún hefur dugað mér þangað til í dag.

Ég missti hana í gólfið í fyrsta skiptið frá því að ég fékk hana og núna virkar hægri músartakkinn ekki sem skyldi, hann virkar jú þannig séð en það er eins og að einhver gormur hafi farið þannig að það þarf meira afl til að ýta honum niður og hann fer ekki jafn fljótt aftur upp (semsagt eins og heimskur og fjölfatlaður litli bróðir vinstri músartakkans). Þetta er einkar óþægilegt í leikjum sem ég spila (Hon/dota = 10000 hægri músarklikk per leik) og því var ég að velta því fyrir mér hvort einhver lumaði á góðu húsráði sem gæti leyst þennan vanda, er búinn að prófa að spenna upp takkann og troða einhverjum pappír undir hann en það gerði ekki mikið.

Kv. Nerull.

Bætt við 2. júní 2010 - 20:26
btw 1.666 stig, nice.