Sæl, Ég er að fara að setja saman tölvu, sem ég ætla hugsanlega að nota sem HTPC. Ég er nú enginn sérstakur tölvugúrú þannig að ég á erfitt með að velja móðurborð og skjákort. Ég er ekki að fara að yfirklukka eða spila einhverja leiki eða eitthvað svoleiðis. Það sem ég er kominn með er eftirfarandi:

Kassi:
Cooler Master Sileo 500
Örgjörvi:
AMD Phenom II X4 955(3.2 GHz)
Örgjörvakæling:
Cooler Master Vortex 752
Vinnsluminni:
Corsair XMS3 2x2GB

Eins og ég segi, þá á ég í vandræðum með að velja mér móðurborð(með það í huga að þetta gæti orðið HTPC), og skjákort. Skjákortið þarf ekkert að vera merkilegt. Þarf ég ekki sjónvarpskort líka ef ég ætla mér að hafa þetta sem HTPC? Hafði hugsað mér að setja upp Linux of MythTV

kv. Finisboy