Sælir, ég hef átt tölvuna mína núna í rúm 2 ár og uppá síðkastið hefur viftan tekið upp á því að vera óvenju hávær. Það skrítna er þó að efað ég fer með hana eitthvað ( t.d. á lan ) þá er hún hljóðlát og líka þegar ég kem með hana aftur, en svo nokkrum dögum síðar byrjar hún alltaf aftur með þennan hávaða. Skrýtið líka að af einhverjum ástæðum þá frýs talvan mín sífellt þegar ég kveiki á henni en það sama gildir um það og viftuna, á laninu frýs hún ekkert og ekki heldur nokkra daga eftir. Er í raun bara að leita að lausnum núna með viftumálin, (hitt er bara alltof flókið held ég) og það væri frábært ef að þið gætuð hjálpað mér.
Takk fyrir!