Ég hef verið að skoða þetta svolítið upp á síðkastið og ég sem áhugamaður um að AMD standi sig verð að mæla með Intel næstu tvo mánuði í það minnsta.

Ástæðan er sú að AMD er ennþá að búa til örgörfa með mun meiri rásabreidd (0,18Micron) en Intel (0,13micron) sem verður til þess að þeirra örgjörfar eru mun heitari. AMD hefur staðið sig vel í að gera örgjörfana gríðarlega öfluga miðað við tiftíðni. Það dugir þeim ekki lengur og þeir eru byrjaðir að framleiða örgjörfa með minni rásabreidd. Vandamálið er að það tekur 3 mánuði fyrir örgjörfa að verða tilbúna. Almennilega kaldir AMD örgjörfar koma því ekki út fyrr en í maí. Þá verður AMD mest spennandi kosturinn aftur.

Ekki eru allir Intel örgörfar gerðir með 0,13 rásabreiddinni. P4 örgjörfar sem eru gerðir með henni eru allir 512kb L2 minni og þekkjast helst af því. Það er um að gera að kaupa þá nógu litla en þeir eru gerðir við tiftíðnirnar 1,6; 1,8; 2,0; og 2,2GHz. Ég mæli því með að menn kaupi sér 1,6 GHz P4 0,13micron örgjörfa og yfirklukki. Miðað við það sem ég hef séð fara þeir allir vel yfir 2,3GHz við væga yfirklukkun. Eina almennilega verslunin sem ég hef séð auglýsa P4A 1,6GHz er Tolvulistinn.


Móðurborðin skipta eins og venjulega allramestu máli. Endurtakið eftir mér -> Móðurborðin skipta mestu máli, Móðurborðin skipta mestu máli, Móðurborðin skipta mestu máli, Móðurborðin skipta mestu máli, Móðurborðin skipta mestu máli. Ok. Það er lítið um góð móðurborð hérna á klakanum og ennþá erfiðara að fá sæmileg móðurborð fyrir P4. Eini verulega góði framleiðandinn sem ég sé auglýstan hérna er ASUS hjá Boðeind. ABIT hjá Hugver eru líka sæmileg. Þjónustan þar á líka að vera betri. Það er auðvitað það sem skiptir mestu máli. Getur verið að hægt sé að fá góð Shuttle, Soltek hjá Tolvuvirkni og netbúðinni.

Aopen er reyndar hægt að fá og það eru vönduðust móðurborðin sem hægt er að fá hérna á skerinu en þau er ekki hægt að kaupa beint heldur hefur það farið í gegnum tölvudreifingu. Ég held að flestar tölvubúðir séu tilbúnar að kaupa þau fyrir ykkur. Bestu framleiðendurnir eru Intel og Gigabyte en þeir móðurborðaframleiðendur eru eiginlega ófáanlegir að því er mér virðist í tölvubúðunum á netinu.


Kubbasettin sem koma til greina eru:

SIS645 -> DDR minni. Mjög ódýrt og hratt. Veit ekki með stöðugleika. Þótti ekkert sérstaklega stöðugt fyrst en hefur víst farið hratt batnandi. Sumir segja þetta vera stöðugasta kubbasettið. Aðrar tegundir eru á leiðinni frá SIS með 333MHz hraða á minninu.

Intel 845D -> DDR minni. Dýrara og hægara. Mjög stöðugt kubbasett.

Intel 845E -> DDR minni. Ókomið en á að vera endurbót á 845D.

Intel 850 -> Rambus minni. Hraðasta kubbasettið. Vandamálin eru að það notar dýrara minni, er ekki jafn stöðugt, hefur 86MB/sec þak á umferð um PCI raufarnar og er ekki hægt að yfirklukka jafn auðveldlega.

Einnig er til VIA P4 kubbasett en ég mæli ekki með því. Það er ekki samþykkt af Intel.

EKKI LÁTA PLATA SDRAM MINNI INN Á YKKUR MEÐ P4 ÖRGJÖRFUM.

Annars er lítið hægt að segja um minnið sem þið ættuð að kaupa vegna þess hversu latar allar búðirnar eru að gefa út einhverjar upplýsingar um það. Bestu tegundirnar eru Corsair, Viking, Nanya og Infineon (áður Siemens). Ég efast um að þið eigið einhverntímann eftir að sjá þessar tegundir hérna í verslunum. Crucial, PNY, Samsung og Kingston eru framleiðendur sem gera bæði mjög vandað minni en einnig ódýrari tegundir. Þið getið þó allavegana alltaf átt von á einhverjum lágmarks gæðum í þessum tegundum.


Ég mæli áfram með IBM hörðum diskum þrátt fyrir raddir einhverja guðleysingja á þessum korki. IBM eru bestir jafnvel þegar þeir eru gallaðir. WD er og hefur alltaf verið drasl.


Takk fyrir lesturinn. Góðar stundir.