Ég keypti mér íhluti í hugveri um daginn og setti saman tölvu. Specs: AMD XP 1600+, Duo 462-9 frá Thermaltake kælivifta, 60GB IBM harður diskur, geforce 3, Abit KG7 móbó og Dragon kassi.

Ég var spá hvað væri eðlilegur/ásættanlegur hiti á örranum. Í venjulegri internet/word/excel vinnu er hitinn hjá mér 40-42° en eftir tveggja tíma Wolfenstein spilun er hann kominn í 47-48°. Hitinn á móbóinu er yfirleitt um 10° lægri.

Hvaða hita eruð þið með? Er minn að hitna of mikið? Þarf ég auka kæliviftu í kassann? Eða er ég í góðum málum?