Daginn,

Er með til sölu ferðatölvuna mína sökum þess að ég ákvað að fá mér nýja. Þetta er semsagt Acer Aspire 5112, hún var keypt í New York fyrir 2 árum og er þal. ekki lengur í ábyrgð.

Vélin er enn í toppstandi fyrir utan viftuna, þetta er s.s. viftan sem er á hliðinni (fyrir ofan harðadiskinn ef mér skjátlast ekki?) og blæs heitu lofti út. Hún er eitthvað byrjuð að koma til daga sinna og heyrist því stundum leiðinlegt hljóð frá henni. Gæti einfaldlega verið það sé ryk þarna eða spaði sé hálf-brotinn. Það ætti hinsvegar að vera lítið mál að skipta um þessa viftu ef þess þarf t.d. hjá Svar sem hefur umboðið fyrir Acer tölvum á Íslandi.

Vélin hefur ekki verið mikið notuð og lítur því enn mjög vel út, engar rispur eru á henni, engir dauður pixlar á skjá og batterýið virkar ennþá eins og daginn sem ég keypti vélina. Ég gerði þegar ég keypti hana, 2 uppfærslur á henni, það er að ég stækkaði minnið úr 1GB í 2GB, og harðadiskurinn er 150gb (skipt í 2 partition eins og þetta er núna), en ekki 120gb.

Hér koma lágmarksupplýsingar:
# Processor: AMD Turion 64 X2, TL-50 (1.6GHz, 256Kb x 2 cache)
# Chipset: ATI Xpress 200 (1100 ?)
# RAM: DDR2 1GB (512x2 533MHz), max. supported - 4GB DDR667 -> Þetta hefur verið uppfært í 2GB 2x 1GB kubbar.
# Video: Radeon x1600, 128Mb DDR2 (with up to 512 hypermemory), PCI-Express x16
# Sound: Realtek HD, 2 stereo speakers
# HDD: 120GB, 5400 RPM, SATA - Stækkaður í 150GB
# LCD: 15.4", WXGA, Acer CrystalBrite (Glossy), 200nit, 16ms response
# CD: DVD+-RW, Super-multi, Tray-load
# Ports: 4 USB 2.0, VGA, DVI, S-Video, Audio-In, Audio-Out, 1394, Lan, Mic-in, Modem
# Cards: 5 in 1 memory card reader, PC Type II card slot, Express card slot
# LAN: Realtek8169/8110 Gigabit (10/100/1000)
# Wireless: Bluetooth, Atheros B/G, Infrared
# Misc: Microphone
# Battery: Li-ion 8cell, 4800mAh, claimed life – 3h
# Weight: 3Kg
# Dimensions: 358 x 269 x 33.8 mm (W x H x D)


Eins og ég segi er batterýið enn mjög fínt og endist ennþá í þessa rétt tæpu 3 tíma. Þar sem vélin er keypt í Bandaríkjunum er þetta bandarískt hleðslutæki en að sjálfsögðu fylgir með rafmagns-millistykki svo það sé nú hægt að hlaða þetta hér á Íslandi.

Á þessari síðu http://www.notebookreview.com/default.asp?newsID=3119 má sjá nákvæmar lýsingar á vélinni, ásamt myndum frá öllum sjónarhornum.

Vélin var keypt þegar dollarinn var hagstæður, og þessi vél ný á um 120-140 þúsund krónur ef mig minnir rétt. Verðið á henni núna eru 40 þúsund krónur.

Þetta er mjög hentug vél í skóla þar sem hún er ekki fyrirferðarmikil, er létt og býður upp á fína batterýs-endingu.

Hafið samband hér eða á valdimar@forlagid.is.

Með bestu kv,