Sælir. Ég vissi ekki alveg hvar ég ætti að setja þennan póst en ég er með iPodinn minn tengdan í bíl með RCA snúru en einn daginn þegar ég var að setja jackið í iPodinn þá heyrði ég bara mono. Ég hélt að þetta væri bara snúran vegna þess að hún er orðin gömul en svo áttaði ég mig á því að þetta er iPodinn en þá hefur greinilega mikill skítur (Þar sem jack snúran hefur verið örruglega eitthvað á gólfinu) komist í iPodinn. Er einhvernveginn hægt að laga þetta eða er iPodinn good as ónýtur?

Endilega látið mig vita. Og ef það er einhver sem er með einhverskonar “þjónustu” fyrir iPoda, þrátt fyrir að hann beri ekki ábyrgð á þeim þá er það alveg ok vegna þess að hann er farinn úr ábyrgð. Endilega hafið þá samband.

Bestu kveðjur,

Hörðu