Yo, ég keypti mér notaða tölvu fyrir nokkru síðan sem voru engir harðirdiskar í þannig að ég ætlaði að setja diskana úr gömlu tölvunni minni í sem að eru aðeins eldri(IDE eða ATA ekki alveg viss um nöfnin á þessu)

Allavega, tölvan var eitthvað treg að lesa þá þannig að ég hef ákveðið að prófa að setja SATA disk í og sjá hvernig það virkar(ég veit að gæjinn sem seldi mér tölvuna notaði þannig disk og það virkaði.

Félagi minn ætlaði að leyfa mér að fá SATA harðadiskinn sinn til að prófa sem er nú kannski ekki frásögu færandi nema að það að þá heyrðum við að við gætum eyðilagt diskinn á því að vera að færa hann svona á milli.

Þannig að spurningin er þessi. Þurfum við eitthvað að hafa áhyggjur að því að diskurinn eyðileggist við að færa hann yfir í mína tölvu?
Marklar