Kannast einhver við að system klukkan fari á yfirsnúning. Þannig er að þegar ég er að spila leiki að þá byrjar klukkan að ganga hraðar en hún á að gera. Svo virðist sem að mínútan taki um það bil 25 sek. Ég veit ekki hvort að þetta sé bundið við leiki eða hvort að tölvan er hreinlega biluð. Þegar tölvan er síðan endurræst, þá er klukkan rétt eins og hún var áður. Ég er nýlega búinn að fá nýtt móðurborð 1000 MHz Microstar MS-6367. Er með Windows ME með öllum hugsanlegum uppfærslum. Ef einhver kannast við þetta vandamál væri gaman að fá að heyra um það.

Kv. SteiniKr.