Til að gera langa sögu stutta á ég 120.000 krónur í lok sumars og ætla að eyða því öllu í eitt stikki tölvuturn.
Ég hef skoðað uppfærslur frá öllum tölvubúðum og tilboðsturna en það er engin áhveðin tölva sem ég sé sem ég gæti hugsað mér að kaupa.

Nú, auðveldast væri að setja tölvuna saman sjálfur en satt að segja hef ég ekki kunnátuna, það er að segja að finna hvaða partar passa saman við hvorn annan, hvaða turn væri henntugur eða neitt þannig, þó ég hafi líklegast kunnátuna til að púsla henni saman afterwards.
Svo ef einhver væri til í að hjálpa mér að púsla saman föngulegri tölvu á 120.000 kall væri ég afar þakklátur, og ef allir partar eru frá sömu búð væri ég enn þakklátari því þá gæti ég pungað út auka pening til að láta þá setja hana saman.

Það eru einungis 2 partar sem ég girnist mest og það væru nvidia geforce 260GTX og intel E8500 eða E8400. AMD kemur ekki til mála en radeon gæti sloppið í stað nvidia ef að eitthvað skjákort frá þeim er í sama gæðaflokki, bara ódýrara. Langar samt helst, eins og ég sagði í E8500 og 260GTX

Fyrirfram þakkir til þess sem sér það í sér að hjálpa nýliða.
"alltaf þegar ég er graður þarf ég að skíta" -devon