Jæja nú er ég að prófa mig áfram í tækninni. Sagan á Bakvið þetta allt saman er svo hljóðandi:
Ég á frekar nýlegt túbusjónvarp og langaði til að athuga hvort ég gæti gert það að monitor 2 þar sem ég var með svona nýtt skarttengi sem er ekki eins og þessi gömluy heldur minni en þjóna að ég held,

svo ég fór í tölvulistan og fékk mér svona framlengingarsnúru fyrir þetta ákveðna nýja skart tengi. Einnig fékk ég mér millistykki þar sem gamla sjónvarpið er ekki með svona nýlegt skart.

nú þegar ég er búinn að tengja allt saman og allt er flott þá kemur bobb í bátinn. myndin sem ég fæ á túbuskjáinn er alltaf svarthvít. er búinn að fikta eitthvað en ég fæ hana ekki í lit.

Svo ég spyr: einhver græjukall/kella sem er klár í svona hlutum endilega aðstoða mig og segja mér hvað sé til bragðs að taka.