Ég skráði mig inn á ebay um daginn og skoðaði mig um þar og fann ýmsa hluti þar sem mig langaði í. Einn af þeim var t.d. geisladiskur sem var þá á 9.99 dollara. Segjum að ég hafði nælt í þennan disk, hvað hefði ég þurft að borga í flutningsgjald, tollagjöld og hvað þetta heitir allt. Svo var annar hlutur, PC to TV converter (10.0(L)cm x 6.8 (W)cm x 2.6 (H)cm) ef það skiptir einhverju máli. Þetta var á 30 dollara. Hvað kostar þetta svona ca, hingað heim komið?

Og hvað er síðan málið með það að flest allir hlutir eru eingöngu:
“Will ship to United States and the following regions:
Canada” hata þetta helvíti.

Ég veit að það er hellingur að liði sem les þetta og veit hvernig þetta virkar. Ekki satt