Ég keypti mér tölvu í tölvulistanum fyrir svona 2 árum síðan. Hún bilar á innan við ári og ég fer með hana í viðgerð. Þeir segja að það sé móðurborðið blablabla eru með hana í fokking 3 mánuði!!!!!!!!!!! Svo endar á því að þeir láta mig bara hafa nýja í staðinn. Þetta var fyrir næstum 8 mánuðum og núna er hin sem ég fékk, sem er samt nýrra og “betra” módel biluð!!! Ég kveikti á henni um daginn og skjárinn er bara allur fáránlegur, það er eins og einhverju hefði verið hellt á hann en samt hefur engu verið hellt á hann. Svo er tölvan sjálf farin að haga sér leiðinlega.

Ég er komin með svo mikið ógeð á þessari búð og samt þarf ég að vera með tölvu í lagi þegar skólinn byrjar í september. Ég nenni bara ekki að fara með þessa í viðgerð þar sem þeir voru með hina svo fáááárááánlega lengi og ég vil ekki vera svona lengi án tölvu, en á sama tíma er skjárinn að gera mig brjálaða.

Hvað finnst ykkur – ætti ég að fara með þessa í viðgerð til þeirra eða ætti ég bara að kaupa mér nýja tölvu? Ef svo er, hvar ætti ég að kaupa hana? Tölvan þarf ekki að runna leiki eða neitt þannig (borðtölvan sér um það), en þarf samt að vera góð til þess að nota í skólanum og vafra um á the interwebs. Þarf að geta geymt slatta af skjölum.