Þá er komið að því fyrir mig að kaupa tölvu þar sem Powerbókin mín er búin að klikka enn og aftur. Ég er frekar súr út í Mac og þetta nýja fyrirtæki sem tekur ekki ábyrgð á neinu, svo er Mac bara of dýrt eins og er.

Þá kom að því að velja sér PC og ég er ekki mjög vel inni í því. Ég er búinn að skoða mig um og eins og er líst mér best á þessa.

Ég er að leita að tölvu aðallega til að vera með í skólanum í ritvinnslu, netinu og horfa á video. Síðan væri svo sem ekki verra að geta kíkt í leiki, en það er ekkert aðalatriði.

Spurningin er í raun, er þetta sniðug tölva fyrir þetta verð? Hvernig hefur Toshiba verið að reynast? Og hvernig er að kaupa tölvu frá Elko?