Nú er komið að tölvukaupum hjá mér.

Eftir slæma reynslu af fartölvum, ofhitnun, slæma uppfærslumöguleika og svo framvegis hef ég ákveðið að fjárfesta turni. Þá er ég helst að spá í að eyða nógu helvíti miklum peningi þannig að ég þurfi ekki að uppfæra hana eftir hálft ár - Samt ekki það miklum að ég verði gjaldþrota. Upphaflegu verðhugmyndir mínar voru 200-210 k fyrir turninn sjálfan og síðan skjá, þar sem ég á mús og annað. En síðan rakst ég á http://kisildalur.is/?p=2&id=501 sem mér sýnist smakkast ágætlega.

Nú er spurninginn, haldið þið að þetta sé eitthvað sem þarf að uppfæra strax? Ég myndi þá sleppa músinni og lyklaborðinu og uppfæra þá örgjörvan í staðin(spurningin er bara hvaða örgjörva, henni er varpað til ykkar).

En nú hef ég ekki verslað áður hjá Kísildal en ekkert nema gott heyrt af þeim.

Vá þetta var lengri þráður en ég hafði ætlað mér - Any inputs? Þá hvaða örgjörva ég ætti að kaupa í staðin t.d?

Bætt við 7. maí 2009 - 03:06
Ég er og var mjög þreyttur þegar ég skrifaði þetta, eflaust mikið af málfræði- og stafsetningarvillum :P
Vonandi skilst þetta…