Okey, tölvan hans pabba er með skrítnasta vandamál sem ég hef nokkurn tímann séð, búinn að skoða allar tungumálastillingar fyrir lyklaborðið og þær eru réttar. Allir séríslenskir stafir virka, þ,æ,ö o.s.frv. en þegar það á að setja kommu yfir stafina kemur strax eins og það hafi verið tvíklikkað á kommutakkann ´´a ´´u o.s.frv. ég get strokað aðra kommuna út svo þetta er ekki tvíkommumerki. Þá datt mér í hug að kíkja á tvípunkt og bollu yfir stafi og það er eins, koma eins og tvíklikk. Allt annað á lyklaborðinu virkar rétt. Við erum búinn að prufa nýtt lyklaborð og það breytir engu, nákvæmlega eins. Búinn að vera að leita á google í nokkra tíma en fann ekkert sem hjálpaði mér. Eru þið með einhverjar hugmyndir?

Fyrirfram þakkir
Stefán