Þannig er mál með vexti að ég hyggst kaupa nýtt móðurborð, örgjörva og kassa.
Það sem ég ætlaði mér að gera, er að nota minni sem er þegar til staðar og harðann disk og reyna að sleppa sem best þegar kemur að verði og þá spara í örgjörva en kaupa þá heldur móðurborð sem styður framtíðarörgjörva, semsagt XP, og eiga þá möguleika á uppfærslu í framtíðinni.

Minnið sem ég er með er 133MHz SDRAM. Ég hafði hugsað mér að kaupa Duron örgjörva til að byrja með og reyna að halda heildarupphæðinni á milli 30.000 og 40.000, þar af ca. 10.000 í kassa.

Veit einhver um gott móðurborð sem styður bæði SDRAM og XP örgjörva? Helst líka DDR minni en það er ekki nauðsyn og svo væri fínt að hafa innbyggt hljóðkort.

Það sem ég var búinn að skoða var:
<a href="http://www.anandtech.com/showdoc.html?i=1434&p=1“>AOpen AK73 ProA KT133A ATX</a> hef góða reynslu af AOpen, en held að það vanti XP stuðning: 16.900kr
<a href=”http://www.netbudin.is/prowide?inc=view&flo=product&id_top=51&id_sub=186&topl=&page=1&viewsing=ok&head_topnav=Kaupskilmálar">Soltek SDRAM SL-75KAV</a> þekki soltek ekki mikið, en þetta hefur held ég allt: 12.857kr

Mér líst eiginlega betur á AOpen, meðal annars vegna þess að þeir hafa Die Hard BIOS dæmið sem kemur í veg fyrir að hægt sé að klúðra Flashi. Gott þar sem þessi tölva á mögulega eftir að kynnast einhverjum vírusum ;)

Hvað finnst ykkur?

Allar ábendingar vel þegnar :)