Ég var að kaupa mér 4 stk. af Corsair XMS2 minni (DDR2, 800 MHz, 2048 MB, 5-5-5-18) og heitir “CM2X2048-6400C5”.
Málið er að þegar ég er með öll fjögur stykkin í tölvunni þá fer hún að hegða sér undarlega - forrit fara að crasha, stýrikerfið frýs (GNU/Linux) o.s.frv. Þegar ég fjarlægji eitt af minnunum (virðist ekki skipta máli hvor þeirra, né heldur í hvaða slot þau eru röðuð í tölvunni), þá virkar allt hið fínasta.

Móðurborðið er MSI P6N SLI Platinum. Á boxinu stendur fyrir minnin: Dual Channel DDR2 1066, 4 DIMM for Dual Channel DDR2 1066/800/667/533, SDRAM up to 8 GB.

Bætt við 6. febrúar 2009 - 13:28
Hefur eitthver hugmynd um hvað gæti verið að og hvernig skal laga þetta?