Sælir.

Ég er með Shuttle AI61 móðurborð og 700MHz Athlon Classic á því. Þetta móðurborð styður ata66 og hef ég verið að keyra eitt stykki IBM 45 gb disk án vandræða. En núna ætlaði ég að bæta einum 15 gb IBM disk við, setja hann sem master og hinn sem slave. Ég er búinn að stilla seinni diskinn á ata66 með IBM tóli sem er til þess gert, en ég fæ ekki báða diskana upp í einu. Get bootað á þeim báðum (win2k er uppsett á báðum núna) en allt fer í steik ef þeir eru báðir tengdir. Hvað getur þetta verið? (Skilur þetta einhver?) :)

Kv.
vamanos