Er það bara ég eða eru Acer tölvur bara drasl?

Ég er alltaf að fara með hana í viðgerð og hún alltaf í einhverju rugli.

-Netið er alltaf að diconnect-a, Einhver lent í því?
-Skjárinn hvarf þegar ég var að færa hann upp og niður.
-Harði diksurinn skemmdist hjá mér

og Núna var ég að fara með hana í viðgerð, og þeir héldu að móðuborðið væri skemmt. Og þeir ætla víst að staðfesta það seinni partinn á morgun að það sé skemmt, og hvað þá? það tekur líklega nokkra daga að fá nýtt móðuborð…

Hafi þið aldrei lent í því að það sé búið að lofa að tölvan væri búin í viðgerð t.d. á mánudaginn. Svo þegar maður kemur á mánudeginum er ekki einu sinni búið að líta á hana, síðan kemur maður aftur eftir nokkra daga og þá er eitthvað mikilvægt ónýtt. Þá tekur það nokkra daga í viðbót að laga hana.

Þetta var einmitt að gerast hjá mér, í Tölvulistanum á Akureyri. Þessar Acer tölvur eru alltaf að bila, fólk sem ég þekki er víst líka í veseni með Acer tölvurnar sínar.

Þannig að ef þú vilt fá þér fartölvu, EKKI fá þér Acer tölvu, bilunatíðni þeirra er fáranlega há.
__________________________________________