Ég var að skoða geisladiskinn sem að fylgdi með móðurborðinu mínu. ég veit ekki alveg hvaða chipsett eða númer hvað það er en þetta var svona súperuppfærsla hjá tölvulistanum og örrinn er AMD Athlon Thunderbird 1200mhz en á geisladisknum þar fann ég lítið forrit sem heitir pcalertIII. Málið er að pcalert sýnir að CPU hitinn er frá 58-60° þegar ég kveiki á tölvuni að þá er hann í rúmum 52° en svo þegar talvan er búin að vera í gangi í klukkutíma að þá er hann í 58-60°. Er þetta eðlilegt eða ætti ég að gera einhvað í þessu???<br><br>————————————————————
I'm Icelandic….what's your excuse?