Ég er með win2k, einn 45GB IBM 75GXP ATA 100, einn 4.5gb Samsung
ATA 33, 512mb Crucial CAS2 minni, sem skiptist: 2x 128mb og einn 256mb. Intel Pentium III 1ghz, Geforce 2 frá ELSA.

Vandamálið hjá mér er að ég er að fá constantly bluescreen, fyrst
þegar ég fékk það þá kom fram að ég ætti að checka á vírusum og
gera Scandisk á harða disknum. Engir vírusar. Ég gerði því
Scandisk, en það sem það var svo lengi nennti ég ekki að bíða, svo ég fór bara og slappaði af. Þegar scandiskið var búið startaðist vélin, þannig ég fékk aldrei að sjá nein results, sem ég hélt að resultin myndu bara geymast.

Nú, þetta bluescreen kemur alltaf þegar ég annaðhvort fer í
leiki eða hætti í þeim. Ég spila aðeins tvo leiki, CS og Q3.

Í dag og síðustu viku er ég búinn að fá bluescreen allavega
svona 7 sinnum. Hinsvegar þá fæ ég ekkert að sjá hvaða errors
gæti verið, hún restartar sér bara strax, öfugt við öll
bluescreen sem komu á undan. Hefur einhver, EINHVERJA hugmynd,
hvað sé að?

með von um hjálp,
mosi.
<br><br>MurK-fabio