Sælir, ég á við tvö vandamál að stríða, það fyrra er það að ég næ ekki að fá mynd bæði á skjáinn hjá mér og svo sjónvarpið, bara annaðhvort…

Skjákortið sem ég er með er gforce 9800gx2 og er það tengt með DVI tengi í tölvuskjáinn, sjónvarpið er nýlegt 32“ samsung lcd skjár og er hann tengdur í skjákortið með HDMI snúru. En málið er að ég get ekki fengið ”clones" á báða skjái, ég þarf alltaf að horfa bara á annan í einu.

Veit einhver hvað þarna gæti verið að ?

Svo er annað, þegar ég hef sjónvarpið á þá fæ ég ekki hljóð úr tölvunni, ég er búinn að setja HDMI Out sem default í volume mixer en það virðist litlu breyta. ég er að keyra á vista32.

En allavega, ef það er einhver sérfræðingurinn þarna úti sem veit hvað gæti verið að þá væri öll aðstoð vel þegin.

Takk fyrir.