Jæja, vonandi getið þið hjálpað mér því ég er alveg tómur :P

Allavega, ég var að reyna að stilla sjónvarpið sem ég er með tengt við tölvuna aftur (hefur verið með vesen undanfarið, virkað einn daginn og svo hætt að virka þann næsta) og notaði Nvidia control panel til að stilla á Clone. Það virkaði ekki svo ég prufaði að ná í nýjasta driverinn fyrir skjákortið (GeForce 7600 GT), en þegar ég restartaði þá byrjaði talvan á því að sýna ekki neitt á skjánum eftir að kemur að Windows Xp loading hlutanum. Ég sé semsagt bara boot textann, og ekkert eftir það. Ég er búinn að prufa að rífa allt óþarfa úr sambandi, taka bæði skjá og sjónvarp úr sambandi og slökkva og kveikja með bara skjá í.

Hvað get ég gert ? Mér dettur ekkert meira í hug því að ég sé ekki neitt, og get þess vegna ekki gert neitt af því sem ég kann (sem er kannski ekkert sérstaklega mikið).

Bætt við 2. september 2008 - 08:48
Gleymdi einu …
Þegar ég starta í safe mode þá stoppar hún á ..configsystem.log og gerir ekkert meira.