Kæru hugarar.
Ég var í sakleysi mínu að spila assasin's creed þegar tölvan fraus. þetta hafði gerst nokkuð oft síðastliðna daga, en þá hafði ég alltaf bara slökkt og kveikt á henni.

En þegar ég kveikti á henni, þá urðu allir stafirnir sem koma fyst þegar maður kveikir á henni gulir og hvítir. Síðan gengur allt vel þangað til að það kemur að bláa windows skjánum (ég er með xp-pro stýrikerfi). Þá frýs hún aftur og þetta endurtekur sig alltaf. Ég get kveikt á henni í safe-mode.

Nokkru áður hafði vinur minn ryksugað tölvuna mína.

Gæti verið að hann hafi ruglað í einhverju þá, eða þarf ég að senda hana í viðgerð?


Danke