Góðan dagin hugarar.
Fyrir tveimur dögum fór ég út í tölvutek og fjárfesti þar í 9800GTX skjákorti og nýjum 650 watta aflgjafa til að geta keyrt kortið.
Ég tel mig geta skipt um þetta sjálfan og geri það allt fínt.
Ræsi tölvuna og næ í nýjasta driverin á nvidia.com
Þetta er allt frábært nema hvað að þegar ég setti Crysis diskin minn í til að fara að leika mér þá varð allt svart og skjárinn gefur upp “no signal” merki.
þá hélt ég kanski að þetta væri driverin fyrir skjákortið þannig að ég set diskin sem fylgdi með því í drifið en þá gerist það sama og tölvan annaðhvort crashar eða rebootar þega ég geri þetta.
Ég fékk mann sem ég þekki til að koma og kíkja hvað væri að þar sem hann kann svolítið meira á þetta en ég.
við komumst að engu nema því að þegar hann setti cdrom sem hann kom með þá crashaða vélin ekki.

Er einhver sem hefur lent í þessu eða hefur einhverjar hugmyndir hvað væri hægt að gera í þessu?

Peach

AMD Athlon x2 5000+ 2.6 Ghz yfirklukkað í 3.0 Ghz
2GB DDR2 800 mhz OCZ minni
Gigabyte GA-MA78GM-S2H móðurborð
Spire jewel 650watta PSU
__________________________________