Góðan dag

Ég ætla að fara að kaupa mér nýja tölvu í sumar og þar sem ég veit ekki mikið um tölvur væri flott að fá smá ráðgjöf.

Verðbilið sem ég hef verið að hugsa mér er í mesta lagi 200þús. með skjá, stýrikerfi og öllu saman.

Ég hef aðallega verið að pæla í þessum tölvum hér:

Þessari

Þessari og bæta við góðum skjá.

Eða þessari hérna og bæta við góðum skjá.

Ef þið gætuð hjálpað mér að velja þá væri það frábært og endilega segja mér kosti og galla.

Svo langaði mig líka að vita hverju ég gæti skipt út til að auka afköst og hvað það t.d. er að yfirklukka(overclock)? Og hvort er betra að vera með öflugt single kort eða 2 kort eins og er í kísildals tölvunum?

Síðasta spurningin, Xp eða Vista?
Ég hef heyrt það að Xp styðji bara 2GB af vinnsluminni og ef það er satt þá held ég að ég fái mér bara Vista. Ég hef átt bæði stýrikerfin og ég veit ekki hvort ég eigi að fá mér fyrir hámarksleikjaspilun.

Ég er algjörlega að kaupa þessa tölvu útaf leikjaspilun og ég er að reyna að kaupa mér sem besta tölvu svo að hún endist sem best og lengst. Hún þarf að vera til í að spila alla nýjustu leikina í hámarks eða nánast hámarks grafík.

Endilega fræðið mig

Fyrirfram Þakkir

Alex